Rio Tinto Alcan á Ísland og Landsvirkjun hafa samið um breytingu á rafmagnssamningi sín á milli. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun. Landsvirkjun fær 17 milljónir bandaríkjadala vegna þess kostnaðar sem fyrirtækið hafði af því að reisa Búðarhálsvirkjun fyrr en þörf var á. Auk þess skilar Rio Tinto Alcan 35 MW af ónotuðu afli. Það hyggst Landsvirkjun nota til að "auka framboð raforku á íslenskum raforkumarkaði."

Fyrirtækin gerðu samning árið 2010 sem nær til ársins 2036 vegna fyrirhugaðrar stækkunar á álverinu í Straumsvík. Landsvirkjun reisti Búðarhálsvirkjun til að standa undir samningnum og Rio Tinto Alcan réðist í fjárfestingarverkefni sem átti meðal annars að auka framleiðslu álversins. Eins og komið hefur fram í fréttum hefur það ekki gengið eftir og álverið hefur því ekki fullnýtt þá orku sem samningurinn við Landsvirkjun fól í sér. Í upphaflega samningnum var kveðið á um kaup á 75 MW af viðbótarorku, en nú skilar álverið 35 MW til baka.

Samkvæmt tilkynningunni reynir Rio Tinto Alcan nú að leiðum til að ná fram framleiðsluaukningu með öðrum leiðum en áður.