Landsvirkjun hefur samið um útgáfu skuldabréfs til 7 ára.

Útgáfan verður að fjárhæð 5 milljónir Bandaríkjadala. Bréfið mun bera 3,9% fasta vexti sem greiðast ásamt höfuðstól í einu lagi á lokagjalddaga.

Skuldabréfaútgáfan er gerð undir EMTN (e. Euro Medium Term Note) ramma Landsvirkjunar án ríkisábyrgðar. Hún verður skráð í kauphöllinni í Lúxemborg. Umsjónaraðili útgáfunnar er Citigroup.

Andvirði útgáfunnar verður nýtt til almennrar fjármögnunar Landsvirkjunar.