Landsvirkjun varð hlutskörpust í keppni fimm aðila um einkaleyfi til þess að byggja, eiga og reka nýja vatnsaflsvirkjun í Albaníu að því er kemur fram í frétt í Viðskiptablaðinu í dag. Kostnaður við framkvæmdirnar er áætlaður 91,5 milljónir dollara eða 5,8 milljarðar króna. Samningurinn er til 25 ára.

Fréttavefurinn International Water Power hefur eftir heimildarmönnum í albanska iðnaðarráðuneytinu að ljóst sé að ráðist verði í virkjunina. Formlega eiga framkvæmdirnar þó eftir að hljóta samþykki þingsins.

Virkjunin verður 70MW og bætist í hóp 10 annarra vatnsaflsvirkjana við ána Devoll.