Landsvirkjun keypti nýlega plaströr af SET ehf. á Selfossi á stórum rúllum til niðurplægingar fyrir ljósleiðara. Nokkur fyrirtæki hafa keypt rör til þessara nota erlendis frá undanfarin ár en þetta er í fyrsta skipti sem SET framleiðir svona stórar rúllur. Um var að ræða 40 mm rör að þvermáli í orange lit í 2000 metra rúllum. Samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar gekk vel að skjóta strengjum í rörin en helsta áhyggjuefni manna var að rörin stæðust þann verkþátt. Rörin voru notuð í tvö verkefni í Búrfelli og á Fljótsdal.

Samkvæmt fréttum úr Búrfelli gekk vel að skjóta streng í 12 km. langa lögn og engin vandamál komu upp.