Handbært fé Landsvirkjunar í árslok 2009 nam 194,2 milljónum Bandaríkjadala en að auki hefur fyrirtækið aðgang að samningsbundnu veltiláni og er óádreginn hluti þess 281,6 milljónir dala.  Laust fé er því alls 475,8 milljónir dala eða sem nemur um 60 milljörðum króna sem ásamt fé frá rekstri dugar til að mæta öllum skuldbindingum fyrirtækisins inn á árið 2012.

Landsvirkjun birti uppgjör sitt í gær. Heildareignir Landsvirkjunar nema 4,8 milljörðum USD eða um 608 milljörðum króna á núverandi gengi.  Skuldir nema 3,2 milljörðum USD eða sem nemur um 410 milljörðum króna.

Eigið fé Landsvirkjunar var 1,56 milljarðar USD eða sem svarar til um 198 milljarða króna á núverandi gengi.  Eiginfjárhlutfall var 32,6%.