Ársfundur Landsvirkjunar hófst rétt í þessu, núna klukkan 14:00, en hann fer fram á Hilton Reykjavík Nordica hótel.

Í fundarboðum var auglýst að allir væru velkomnir eins og Viðskiptablaðið sagði frá , þó með skráningu. Vill Landsvirkjun með því hvetja til opinnar umræðu um orkumál í landinu.

Segir í umfjöllun um fundin að þar verði rætt um góða stöðu fyrirtækisins, en rekstrarafkoma þess hefur aldrei verið betri enda voru met slegin í sölu og vinnslu rafmagns á síðasta ári.

Hér má horfa á beina útsendingu frá fundinum, en dagskrá hans er sem hér segir:

  • Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra flytur ávarp
  • Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður flytur ávarp
  • Hörður Arnarson forstjóri flytur erindi undir yfirskrift fundarins: Á traustum grunni - gott ár að baki
  • Selma Svavarsdóttir forstöðumaður á starfsmannasviði flytur ávarp undir yfirskriftinni: Að virkja jafnréttið
  • Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri flytur erindi undir yfirskriftinni: Áhrif aukinnar eftirspurnar á raforkumarkað
  • Stefanía G. Halldórsdóttir framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs flytur erindi undir yfirskriftinni: Orka í dansi framtíðarinnar