*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Innlent 15. maí 2018 14:05

Landsvirkjun með beina útsendingu

Ársfundur Landsvirkjunar er hafinn, en meðal ræðumanna eru Bjarni Benediktsson, Hörður Arnarson og Ragna Árnadóttir.

Ritstjórn
Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar er ein þeirra sem tekur til máls á Ársfundi fyrirtækisins sem hófst klukkan 14:00.
Aðsend mynd

Ársfundur Landsvirkjunar hófst rétt í þessu, núna klukkan 14:00, en hann fer fram á Hilton Reykjavík Nordica hótel.

Í fundarboðum var auglýst að allir væru velkomnir eins og Viðskiptablaðið sagði frá, þó með skráningu. Vill Landsvirkjun með því hvetja til opinnar umræðu um orkumál í landinu.

Segir í umfjöllun um fundin að þar verði rætt um góða stöðu fyrirtækisins, en rekstrarafkoma þess hefur aldrei verið betri enda voru met slegin í sölu og vinnslu rafmagns á síðasta ári.

Hér má horfa á beina útsendingu frá fundinum, en dagskrá hans er sem hér segir:

  • Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra flytur ávarp
  • Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður flytur ávarp
  • Hörður Arnarson forstjóri flytur erindi undir yfirskrift fundarins: Á traustum grunni - gott ár að baki
  • Selma Svavarsdóttir forstöðumaður á starfsmannasviði flytur ávarp undir yfirskriftinni: Að virkja jafnréttið
  • Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri flytur erindi undir yfirskriftinni: Áhrif aukinnar eftirspurnar á raforkumarkað
  • Stefanía G. Halldórsdóttir framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs flytur erindi undir yfirskriftinni: Orka í dansi framtíðarinnar

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is