Landsvirkjun Blaðamannafundur 28.06.11
Landsvirkjun Blaðamannafundur 28.06.11
© BIG (VB MYND/BIG)
Landsvirkjun Power og Verkís skrifuðu undir samning þann 15.júlí við Dariali Energy Ltd. í Gegorgíu um verkhönnun, útboðshönnun, gerð útboðsgagna og deilihönnun við 109 MW vatnsaflsvirkjun þar í landi af því er kemur fram í fréttatilkynningu Landsvirkjunnar.

Vinna við undirbúning verkhönnunar og vettvangsrannsóknir eru í gangi og stefnt er að því að hefja gangagerð síðla hausts. Verið er að meta umhverfisáhrif og verður því lokið í haust en verkinu í heild á að ljúka árið 2014.

"Dariali virkjunin verður í ánni Tergi í Kákasusfjöllum nálægt rússnesku landamærunum í norðurhluta Georgíu. Þetta verður rennslisvirkjun sem samanstendur m.a. af stíflu með yfirfalli, stöðvarinntaki, sandgildru og 1,6 km löngum veituskurði sem tengist í sex kílómetra löng aðrennslisgöng. Við enda aðrennslisganganna verða um 300 m löng, lóðrétt og stálfóðruð þrýstigöng  sem tengd verða við þrjár Pelton túrbínur í neðanjarðar stöðvarhúsi.  Vatninu er svo veitt aftur í Tergi ána í gegnum 200m löng frárennslisgöng. Hönnunarrennsli verður 30-35 m3/s og brúttó fallhæð er 390 m," segir í tilkynningu

Landsvirkjun Power og Verkís hafa einnig gert samning við Georgíska fyrirtækið Peri Ltd. um að gerast undirverktaki við hönnunina. Að auki sér Geoengineering um jarðfræðirannsóknir og  Geographic um landmælingar og kortagerð, en bæði fyrirtækin eru í Tiblisi.