Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir tveimur vindmyllum sem fyrirtækið ætlar að reisa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Fyrirhugað er að reisa vindmyllurnar í nóvember á þessu ári,“ segir Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, en umsóknin um virkjunarleyfi er hluti af því leyfisferli sem verkefnið þarf að fara í gegnum.

Samhliða vinnslu við leyfi vegna vindmyllanna er unnið að breytingum á aðalskipulagi í Skeiðaog Gnúpverjahreppi þar sem um þjóðlendu er að ræða. Þá hefur jafnframt verið sótt um leyfi til forsætisráðherra til þess að reisa og reka vindmyllurnar á umræddu svæði.