Landsvirkjun tilkynnti í dag að skrifað hefur verið undir nýjan raforkusölusamning við PCC BakkiSilicon hf, íslenskt dótturfélag PCC SE frá Þýskalandi. Samkvæmt samningnum mun Landsvirkjun afhenda rafmagn unnið úr endurnýjanlegum orkugjöfum til kísilmálmverksmiðju, sem PCC áætlar að reisa á Bakka við Húsavík.

Áætlað er að kísilmálmverksmiðjan taki til starfa í lok árs 2015 og þurfi 52 MW af afli eða 456 GWst af raforku á ári.

Vika er síðan Landsvirkjun gerði raforkusölusamning við GRM Endurvinnslu, sem ætlar að endurvinna strauma og tindaefni fyrir álframleiðslu á Grundartanga.