Landsvirkjun og GMR Endurvinnslan tilkynntu í dag að fyrirtækin hafa komist að samkomulagi um nýjan raforkusölusamning. Í samningnum felst að Landsvirkjun afhendi allt að 10 MW af rafmagni til næstu sjö ára. Orkuna mun Endurvinnslan nota til að endurvinna straumteina og tindaefni sem notað er við álframleiðslu. Jafnframt mun fyrirtækið endurvinna og framleiða stál í stangir til útflutnings.

Uppbygging verksmiðju GMR Endurvinnslunnar á Grundartanga er nú í fullum gangi og er gert ráð fyrir að rekstur hefjist í byrjun næsta árs. Í fyrstu er gert er ráð fyrir framleiðslu um 30.000 tonna á ári en framleiðslugeta verksmiðjunnar er um 100.000 tonn á ári.

© Aðsend mynd (AÐSEND)
Á myndinni eru frá Landsvirkjun: Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri Markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs, Ríkarður Ríkarðsson, viðskiptastjóri, Hörður Arnarson forstjóri og Jón Sveinsson yfirmaður lögfræðimála. Frá GMR Endurvinnslu eru: Eyþór Arnalds stjórnarformaður og Arthur Guðmundsson framkvæmdastjóri.