*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 18. mars 2015 16:20

Skýrsla Landsvirkjunar til Sameinuðu þjóðanna

Fyrstu framvinduskýrslunni um samfélagsábyrgð hefur verið skilað til Sameinuðu þjóðanna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Landsvirkjun hefur skilað fyrstu framvinduskýrslu sinni vegna Hnattrænna viðmiða Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð þar sem markmiðið er að stuðla að aukinni samfélagsábyrgð fyrirtækja og stofnana, efla sjálfbærni í rekstri þeirra og stuðla að ábyrgum viðskiptaháttum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun.

„Landsvirkjun gerðist aðili að viðmiðum UN Global Compact í nóvember 2013 en aðildin felur í sér skuldbindingu til að virða og innleiða tíu reglur um mannréttindi, vinnurétt, umhverfismál og varnir gegn spillingu. Aðilar að viðmiðunum gera árlega grein fyrir framvindu starfsemi sinnar sem snertir á þessum málaflokkum,“ segir í tilkynningunni.

Meðal þess sem kemur fram er að Landsvirkjun setji sér árlega markmið sem greint er frá á vef fyrirtækisins og í ársskýrslu ásamt því að vinna að auknu jafnrétti kynjanna.