Landsvirkjun hefur tekið ákvörðun um að stækka Búrfellsvirkjun um 100 MW, en áætlað er að framkvæmdir hefjist á vormánuðum. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem Landsvirkjun hélt nú í morgun.

Stækkuninni er ætlað að nýta vatn sem rennur framhja núverandi stöð, aðallega yfir sumarmánuðina, og mun stækkunin því aðeins framleiða orku hluta ársins. Uppsett afl mun hins vegar nýtast allar árið til að auka rekstraröryggi og sveigjanleika raforkukerfisins en þessari stækkun er ætla að hámarka nýtingu þeirrar orkulindar sem er þegar í notkun.

Stækkunin er ekki talin líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif að mati Skipulagsstofnunar og var því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Kostnaður við framkvæmdirnar eru talin vera á bilinu 13 til 15 milljarðar króna en samkvæmt áætlunum munu framkvæmdir hefjast vorið 2016 og munu standa yfir þangað til um mitt ár 2018.