Landsvirkjun hefur undirrtað viljayfirlýsingu um samstarf á milli China International Water & Electric Corporation, CWE, annars vegar og Export-Import Bank of China, Exim Bank, hinsvegar.  Engar skuldbindingar af hálfu fyrirtækjanna þriggja felast í undirritun yfirlýsingarinnar en í henni kemur fram áhugi fyrrnefnda fyrirtækisins á að bjóða í framkvæmdir við Búðarhálsavirkjun sem og áhugi Landsvirkjunar á að fá tilboð frá fyrirtækinu. Viljayfirlýsing síðarnefnda fyrirtækisins felur í sér áhuga á að fjármagna hluta verksamninga sem CWE kann að vinna fyrir Landsvirkjun.

CWE er eitt stærsta verktakafyrirtæki Kína en Exim Bank er í eigu kínverska ríkisins og hefur meðal annars það hlutverk að styðja við kínversk útflutningsfyrirtæki.