*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 29. október 2014 16:52

Landvélar kaupa Fálkann

Eigendur Fálkans hafa ákveðið að snúa kröftum sínum í aðrar áttir og hafa selt fyrirtækið.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Sölu og þjónustufyrirtækið Landvélar hefur keypt allt hlutafé í Fálkanum. Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaupin og verður gengið frá þeim á næstu vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu fyrir fyrirtækinu.

„Fálkinn á 110 ára óbrotna rekstrarsögu, og hefur frá upphafi verið í eigu stofnandans, Ólafs Magnússonar, og afkomenda hans. Félagið er leiðandi birgi á íslenskum markaði á legum, drifbúnaði, rafstýribúnaði ásamt ýmsum rafbúnaði, vélbúnaði og bílavarahlutum. Rekstur þess er góður og efnahagur traustur. Næsta kynslóð erfingja Fálkans hefur hins vegar snúið kröftum sínum og áhuga í aðrar áttir, og því þótti tímabært að selja hann í hendur nýrra aðila, sem áhuga hafa á og getu til að tryggja hagsmuni starfsfólks hans, viðskiptavina og birgja til framtíðar.“

„Landvélar er stór sölu- og þjónustuaðili á ýmsum viðhalds og rekstrarvörum fyrir iðnað og framleiðslu, sjávarútvegsfyrirtæki, stórðiðju og vélaverkstæði. Stærstu vöruflokkar eru vökva- og loftbúnaður, slöngur, barkar og fittings, ásamt drifbúnaði og legum. Þá er félagið með sterka stöðu í sölu á rafsuðuvélum og skyldum búnaði. Hjá Landvélum starfa 29 starfsmenn, auk 5 stöðugilda hjá dótturfyrirtæki Landvéla, Straumrás á Akureyri,“ segir í tilkynningunni.

Félögin verða áfram rekin sem sjálfstæð félög.

Stikkorð: Landvélar Fálkinn