Langar raðir mynduðust við hraðbanka í Indlandi vegna þess að Indverjar skipta út 500 og 1000 rúpíu seðlum sem teknir voru úr umferð til þess að koma í veg fyrir spillingu í Indlandi. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Hraðbankar í Indlandi höfðu verið lokaðir í tvo sólahringa svo hundraðir manna söfnuðust við þá eftir að þeir voru opnaðir. Aðgerð ríkistjórnarinnar beindist gegn skattasvikum og spillingu í landinu, en kemur niður á lægristéttarfólki í Indlandi — sem treysta á það að geta nálgast reiðufé.

Forsætisráðherra Indlands, Nahreda Modi, tilkynnti breytinguna óvænt síðastliðinn þriðjudag, en hraðbankarnir voru lokaðir í gær. Seðlarnir tveir eru 85% af öllu því reiðufé í umferð.