„Ég væri til í að gera annað Nova annars staðar í heim­inum. Það er gott að fá hæfileikaríkt íslenskt fólk í lið með sér í svoleiðis hluti,“ segir fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson. Hann hefur fjárfest í nokkrum verkefnum hér á landi og má þar helst nefna símafyrirtækið Nova, Verne gagnaverið og tölvuleikja­ framleiðandann CCP.

Hann seg­ist ánægður með gang mála í öllum þessum fyrirtækjum.

„Nova er alís­lenskt og í raun systurfyrirtæki Play í Póllandi. Það er sama starfsemin á báðum stöðum og gengur mjög vel á báðum stöðum,“ segir hann.

Björgólfur ræðir ítarlega um fjárfestingar sínar hér á landi og söluna á Actavis í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út í gær. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.