Það kostar ferðamann hér á Íslandi að lágmarki 9.134 krónur á dag að fá bílaleigubíl af minnstu gerð fyrir sumarið, sé tekið mið af verðskrá bílaleiga við Keflavíkurflugvöll. Ferðamaður í Kaupmannahöfn borgar hins vegar aðeins rúmar 2.000 krónur á dag. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun Túrista .

Munurinn á þessum töxtum er því rúmlega fjórfaldur, eins og hann var þann 1. febrúar síðastliðinn þegar Túristi framkvæmdi einnig slíka könnun.

Í verðkönnuninni var gerður samanburður á leiguverði við tuttugu evrópskar flughafnir. Ódýrustu bílaleigubílarnir voru fundnir við hverja flugstöð seinnihlutann í júní, júlí og ágúst og svo reiknað út meðalverð á dag miðað við tveggja vikna leigutíma. Í öllum tilvikum er ótakmarkaður akstur og kaskótrygging innifalin í verðinu.

Hægt er að sjá nánari umfjöllun um verð við hinar ýmsu flugstöðvar í frétt Túrista .