Í viðhorfskönnun sem Capacent Gallup gerði meðal fasteignakaupenda í sumar  kom í ljós að 91,2% eru jákvæðir gagnvart Íbúðalánasjóði. Um 2,2% eru neikvæðir. Þetta kemur fram á vef Íbúðalánasjóðs.

„Jákvæðni í garð sjóðsins hefur aukist jafnt og þétt sl. ár," segir á vefnum.

Um 92 prósent telji að hann eigi að starfa áfram í óbreyttri mynd. Þá telja 56,7% að ríkið eigi að styrkja eignalítið og tekjulágt fólk við húsnæðiskaup, segir enn fremur á vefnum.

Umrædd könnun var gerð dagana 19. júní til 14. júlí sl. Í úrtakinu voru 1.266 einstaklingar sem keyptu fasteign á tímabilinu janúar til maí 2008. Svarhlutfall var 44,4%.