*

miðvikudagur, 26. febrúar 2020
Innlent 30. júlí 2019 08:38

Langflestir vilja takmarka jarðarkaup

Yfir 80% aðspurðra vilja setja skorður við jarðarkaupum erlendra aðila á Íslandi, sem Sigurður Ingi fagnar.

Ritstjórn
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, áformar að setja skorður við frekari jarðarkaupum útlendinga hér á landi.
Haraldur Guðjónsson

Í heildina eru 83,6% aðspurðra mjög eða frekar sammála því að setja ætti frekari skroður eða kröfur við jarðarkaupum erlendra aðila á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins.

Einungis 5,1% eru bæði frekar eða mjög óssamála því, og svo eru 11,3% sem svara hvorki né. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fagnar stuðningi við áform stjórnvalda við breytingarnar og segir þetta hafa viðgengst of lengi.

„Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við þurfum að vera skýrari og ganga lengra en við hefðum kannski gert bara fyrir sex árum. Við þurfum að setja skýr viðmið um hvað okkur finnst eðlilegt og hvað ekki,“ segir Sigurður Ingi.

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur verið töluvert um jarðarkaup útlendinga á síðustu misserum og mikil umræða þar um, en erlendir aðilar eru taldir eiga um 60 jarðir á Íslandi, þar af milli 30 og 40 í eigu bretans James Ratcliffe.