Langisjór ehf., sem á og rekur nokkur fyrirtæki í matvælavinnslu, hagnaðist um 818 milljónir króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi. Hagnaðurinn jókst um 115% frá á árinu 2012 en þá nam hagnaður fyrirtækisins 380 milljónum króna. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir félagsins 6,2 milljörðum króna um áramótin samanborið við 5,5 milljarða árið á undan. Skuldir námu tæpum 5 milljörðum en voru 4,7 milljarðar árið 2012. Eigið fé félagsins í lok síðasta árs nam tæpum 1,3 milljörðum en var rúmlega 800 milljónir árið á undan. Eiginfjárhlutfall var 20,2%.

Coldrock Investments Limited, sem skráð er á Möltu, er stærsti einstaki hluthafinn í Langasjó með 29% hlut. Fyrirtæki í eigu Langasjós eru meðal annars Matfugl, Mata, Salathúsið og Brimgarðar