Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,05% í viðskiptum dagsins. Stendur hún nú í 1.736,42 stigum eftir 3,4 milljarða viðskipti í dag.

Aðalvísitala Skuldabréfa lækkaði um 0,08% í viðskiptum dagsins sem námu 4,3 milljörðum króna. Stendur hún því nú í 1.247,51 stigi.

Reginn og Sjóvá-Almennar hækkuðu mest

Mest hækkun var á gengi hlutabréfa Regins, eða 1,72% í 213 milljón króna viðskiptum þar sem hvert bréf félagsins endar á því að kosta 26,65 krónur.

Næst mest hækkaði gengi bréfa Sjóvá-Almennra eða 1,31% í 372 milljón króna viðskiptum. Fæst nú hvert bréf félagsins á 15,50 krónur.

Icelandair og VÍS lækkuðu mest

Mest lækkun var á gengi bréfa Icelandair Group, eða sem nemur 1,08% og endaði gengið í 23,00 krónum. Viðskiptin hljómuðu upp á 741 milljón krónur.

Næst mest lækkaði gengi bréfa Vátryggingafélags Íslands, eða um 0,87% í 140 milljón króna viðskiptum. Fæst nú hvert bréf félagsins á 28,15 krónur.

Langmestu viðskiptin voru með bréf Marel hf, eða fyrir 741 milljón króna. Hækkaði gengi félagsins um 0,79% í viðskiptum dagsins og endaði hvert bréf félagsins á því að kosta 254,00 krónur.