*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 31. janúar 2017 16:33

Langmest viðskipti með bréf Regins

Lítil viðskipti í kauphöllinni í dag en um helmingur þeirra voru með bréf í fasteignafélaginu Reginn sem hækkaði 0,10%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,10% í rétt rúmlega milljarðs viðskiptum í dag. Stóð hún í 1.719,94 stigum við lok viðskipta.

Aðalvísitala Skuldabréfa lækkaði einnig, en þó einungis um 0,03%, en skuldabréfaviðskiptin námu tæpum 2,4 milljörðum og er hún nú 1.251,28 stig.

N1 og Hagar hækkuðu mest

Gengi bréfa N1 hækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 1,21% í 39 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 125,00 krónur.

Næst mest hækkuðu bréf Haga hf í verði eða um 0,79% í 104 milljón króna viðskiptum sem enduðu með því að hvert bréf félagsins er nú verðlagt á 51,20 krónur.

Mest viðskipti voru með bréf Regins, eða fyrir 550 milljónir sem leiddi til 0,10% hækkunar á gengi bréfa félagsins. Fæst nú hvert bréf félagsins á 26,00 krónur.

Skeljungur lækkaði mest

Einungis 30 milljón króna viðskipti voru með bréf Icelandair sem flesta daga eru í mestum viðskiptum. Hækkuðu bréf félagsins um 0,34% í 22,10 krónur.

Mest lækkun var á gengi bréfa Skeljungs eða um 0,94% og námu þau 47,5 milljónum króna og fæst nú hvert bréf félagsins á 6,35 krónur.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,1% í dag í 1 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma lækkaði lítillega í dag í 2,3 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega í 0,9 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 1 milljarða viðskiptum. 

Stikkorð: Hagar Icelandair Reginn N1 Nasdaq Kauphöllin