Langoftast var flogið til Lundúna frá Keflavíkurflugvelli í desembermánuði eða í um 20% tilvika. Þetta kemur fram í nýrri talningu Túrista .

Þar kemur fram að yfirleitt séu höfuðborgir Bretlands, Danmerkur og Noregs þær borgir sem oftast er flogið til frá Keflavík, og engin breyting hafi orðið á því í síðasta mánuði.

Umferðin til Lundúna var tvöfalt meiri en til Kaupmannahafnar, sem situr í öðru sæti listans með 10,6% ferða. Þá situr Ósló í þriðja sæti listans með 8% ferða frá Keflavík.

Einu borgirnar í Norður-Ameríku sem komast á listann yfir tíu helstu áfangastaðina eru New York, Boston og Seattle.