Ríkisstjórn Íslands hefur tekið sér frí í 35 daga, en hún hefur ekki fundað síðan 7. júlí vegna sumarleyfa, eftir því sem fram kemur á vef forsætisráðuneytisins, en þar má sjá dagskrá ríkisstjórnarfunda. Núverandi ríkisstjórn hefur tekið sér lengra sumarfrí en sú sem sat við völd á síðasta kjörtímabili. Þessu greinir RÚV frá.

Ekki er búið að boða næsta ríkisstjórnarfund, þetta segir Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Síðasta sumar leið 31 dagur milli ríkisstjórnarfunda. Árið þar á undan, sumarið 2013, eftir liðu mest um tvær vikur milli funda yfir hásumarið. Samfylkingin og Vinstri grænir funduðu að jafnaði vikulega yfir hásumarið 2012 og sumarið 2011 liðu mest tæpar tvær vikur milli funda.