Í fyrrasumar fór Wow air í jómfrúarferð sina til Rómar á sama tíma og spænska lággjaldaflugfélagið Vueling hóf að fljúga tvisvar í viku til Íslands frá Leonaro da Vinci flugvelli í Róm.

Fram að því hafði áætlunarflug til Ítalíu takmarkast við sumarferðir Icelandair til Mílano og svo ferðir sem Iceland Express bauð upp á um skeið til Bologna að því er Túristi segir frá.

Ná að tengja flug frá N-Ameríku og Evrópu innan sólarhrings

Mílano var svo eini áfangastaður Wow air í Ítalíu þegar félagið hóf starfsemi sína, en það tekur hátt í fimm tíma að fljúga héðan til höfuðborgarinnar Rómar.

Er það því með því lengsta sem íslensku flugfélögin fljúga yfir á meginland Evrópu, annars staðar er hann í mesta lagi rúmlega fjórar klukkustundir á flestum áfangastöðum íslensku flugfélaganna sem gerir þeim kleift að tengja saman flug frá Norður Ameríku og Evrópu innan sólarhrings.

Þannig nær félagið að tengja

Vueling hefur þó ákveðið að hefja ekki áætlunarflug til Rómar að nýju hingað til lands næsta sumar en ekki er heldur enn hægt að bóka flug til Rómar á heimasíðu Wow að sögn Túrista .

Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, talskonu Wow air er endanleg sumaráætlun félagsins ekki tilbúin fyrr en í lok janúar eða byrjun febrúar.