Tvö tilboð bárust í eftirlit með framkvæmdum við álvershöfn að Hrauni í Reyðarfirði. Bjóðendur voru Hnit hf. kr. 33.500.185 eða 146,5 % af kostnaðaráætlun og VSB ehf. kr. 51.792.000, 226,5 % af kostnaðaráætlun en að auki lagði VSB inn frávikstilboð kr. 29.250.000 kr. Kostnaðaráætlun nam 22,9 milljónum kr.

Hafnarnefnd samþykkti á fundi sínum í gær að hafna tilboðum og leggur til að gengið verði til samninga við Hnit ehf. á grundvelli kostnaðaráætlunar. VSB stendur fyrir Verkfræðistofu Stefáns og Braga.