Langtímaatvinnulausir teljast þeir sem hafa verið atvinnulausir í 12 mánuði eða lengur, en á þriðja ársfjórðungi ársins voru töldust 600 manns til þessa hóps, en á sama tíma fyrir ári var fjöldi þeirra 1.400 manns.

Hlutfall langtímaatvinnulausra hefur lækkað úr 20,8% niður í 11,9% milli ára, en ef hlutfallið er tekið af öllum á vinnumarkaði þá voru 0,3% langtímaatvinnulausir samanborið við 0,7% árið áður.

Á tímabilinu reyndust 199.500 manns á aldrinum 16-74 ára vera á vinnumarkaði, en af þeim voru 194.300 starfandi og 5.200 án vinnu og í atvinnuleit, en eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um mældist atvinnuleysið 2,6% á ársfjórðungnum.