Samkvæmt útreikningum héraðsfréttablaðsins Bæjarins Besta á Ísafirði eru langtímaskuldir Ísafjarðarbæjar orðnar nærri 4 milljarðar króna. Gengistap lána í erlendri mynt er 480 milljónir króna miðað við gengi 31. desember sl.    Heildarskuldir Ísafjarðarbæjar í erlendri mynt voru að sögn blaðsins 1,1 milljarður króna miðað við gengi gjaldmiðla 31. desember 2008. Þá var gengistap sveitarfélagsins um 480 milljónir króna á síðasta ári. Verðtryggð íslensk lán hjá Ísafjarðarbæ verða 2,9 milljarðar króna ef fjárhagsáætlun síðasta árs, þar sem gert var ráð fyrir 419 milljóna króna lántökum, stenst. Þá er verðbótahækkun þeirra lána um 420 milljónir króna. blaðsins gætu langtímaskuldir Ísafjarðarbæjar verið orðnar tæpir fjórir milljarðar króna og gengistap og verðhækkun lána á árinu 2008 um 900 milljónir króna.