Tveir nýir eigendur hafa bæst í eigendahóp framleiðslufyrirtækisins Tjarnargatan, en það eru þeir Daníel Oddsson og Freyr Árnason, sem báðir hafa starfað hjá fyrirtækinu í yfir 4 ár.

Daníel er verkefnisstjóri og yfirmaður hönnunarmála, en Freyr er hugmyndasmiður, leikstjóri og framleiðandi hjá fyrirtækinu.

Hafa þeir gengið frá kaupum á sínum hvorum 5% hlut í fyrirtækinu, en fyrir áttu Einar Ben og Arnar Helgi helmingshlut hvor í fyrirtækinu.

Grafískur hönnuður og leikstjóri

Daníel lærði grafíska hönnun frá Lorenzo de´medici á Ítalíu þar sem hann lagði sérstaka áherslu á nýmiðlun, en síðan hann lauk námi hefur Daníel starfað hjá EXPO, Sagafilm, House of Radon og Jung Relations í Svíþjóð. Daníel er stofnandi fyrirtækisins Apparat, en það hannaði og framleiddi snjallsímaforritin Airwaves og Locals Recommend.

Freyr hefur lokið diplómaprófi frá Listaháskóla Íslands sem og hann lærði listfræði og heimspeki á Bifröst. Auk þess hefur hann lokið handrita- og leikstjóranámi frá Kvikmyndaskóla Íslands. Hóf hann störf hjá Tjarnargötunni í beinu framhaldi af því.

Hjá fyrirtækinu starfa 15 manns en Einar Benedikt, framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir í tilkynningu að „...þeir Daníel og Freyr hafi spilað lykihlutverk í örum vexti fyrirtækisins, enda hafi verið starfandi næstum því frá upphafi.“

Freyr Árnason
Freyr Árnason