Daginn fyrir Gamlársdag, 30. desember síðastliðinn, voru síðustu hlutar Norðurlandalánanna svokölluðu greiddir til Íslands. Lánið hljóðar upp á 887,5 milljónir evra, jafnvirði um 141 milljarðs króna, samkvæmt upplýsingum Seðlabankans.

Lánið skiptist þannig að ríkisstjórnin tekur að láni 647,5 milljónir evra, um 103 milljarða króna, að láni frá Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð en Seðlabankinn tekur 240 milljónir evra, 38 milljarða íslenskra króna, að láni frá Seðlabanka Noregs.

Eftir að stjórnvöld hér gerðu efnahagsáætlun við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn ákváðu hin Norðurlöndin að leggja lóð sín á vogarskálarnar og hjá til við endurreisn landsins í kjölfar hruns með lánveitingum.

Í tilkynningu frá Seðlabankanum kemur fram að stjórnvöld hér hafi tekið að láni 753 milljarða króna í því skyni að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. Hann nemur um þessar mundir 1.030 milljörðum króna, eða sem nemur 2/3 af vergri landsframleiðslu.

Gjaldeyrisforðinn er að fullu skuldsettur þegar tillit er tekið til allra lána sem tekin hafa verið á undanförnum árum í því skyni að styrkja forðann, að sögn Seðlabankans.