Samkvæmt skýrslum Landsbankans til Fjármálaeftirlitsins á árinu 2007 voru lánaskuldbindingar gagnvart Björgólfi Guðmundssyni 15,7 milljörðum meiri en síðan var getið í ársreikningi bankans fyrir árið 2007. Þetta kemur fram í skýrslu norskra sérfræðinga fyrir embætti sérstaks saksóknara um starfsemi Landsbankans og þátt ytri endurskoðenda, PwC.

Að mati norsku sérfræðinganna voru útlán til stærstu eigenda bankanna langt umfram 25% af eigið fé, sem er hámarkið samkvæmt lögum. Árið 2007 nam áhætta Landsbankans gagnvart Björgólfi Thor Björgólfssyni yfir 30% af eigið fé, að teknu tilliti til lánveitinga til Actavis sem Björgólfur Thor keypti um mitt árið 2007. Var skilgreingin á tengdum aðilum í ársreikningi fyrir árið 2007 röng hvað þetta atriði varðar að mati norsku sérfræðinganna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .