Í dómi hæstaréttar um gengistryggð bílán Lýsingar segir að lán í erlendri mynt falli ekki undir reglur um heimildir til verðtryggingar lánsfjár í íslenskum krónum. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að í samningi Lýsingar og lántakenda var um að ræða skuldbindingu í íslenskum krónum. Afborganir voru í íslenskum krónum, þó fjárhæðin væri bundin við gengi annarra mynta. Að auki var kaupverð bifreiðarinnar, sem samningurinn snérist um, tilgreindur í íslenskum krónum.

Dómar í málum SP fjármögnunar og Lýsingar eru keimlíkir.