Sérfræðingar Glitnis reikna ekki með að lánsfjárkreppan verði það djúp og langvarandi að hún muni raska stöðugleika fjármálakerfisins hér á landi. Þeir telja sömuleiðis að greiðlslufallsáhættuálag (skuldatryggingaálag) íslensku bankanna sé of hátt og reikna með að bankarnir muni geta staðið við skuldbindingar sínar á næstu árum.

Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá greiningardeildar Glitnis og segir þar að þetta mat byggist bæði á lánsfjárkreppunni sjálfri og stöðu íslensku bankanna sem m.a. búi að sterkri eiginfjárstöðu með 11-12% eiginfjárhlutfall. Þá er bent á að þeir standist álagspróf Fjármálaeftirlitsins en í því sé gert ráð fyrir að fjármálafyrirtæki standist samtímis áföll m.a. formi lækkunar á hlutabréfum, markaðsskuldabréfum, virðisrýrnun útlána og áhrifa af lækkun gengis krónunnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .