Greiningarfélagið Standard & Poor’s, sem þekkt er fyrir að meta skuldabréfaútgefendur, hefur lækkað lánshæfi Bretlands um heilan bókstaf (tvær gráður), úr AAA niður í AA. S&P gera þetta vegna þess að breskir kjósendur kusu með því að ganga úr Evrópusambandinu í síðustu viku.

„Að okkar mati þá mun þessi útkoma leiða til þess að ríkisstefnur verði ófyrirsjáanlegri, óstöðugri og áhrifaminni,” segir í fréttatilkynningu S&P um uppfært lánshæfismat sitt. „Því höfum við ákveðið að lækka lánshæfi ríkisbúsins.

Þá segir í tilkynningu félagsins að S&P hafi einhverjar áhyggjur af því að stór hluti Skota og Norður-Íra hafi kosið með því að halda veru Breta áfram í ESB. Þessi munur á kosninganiðurstöðum gæti verið vandkvæðasamt fyrir landið í heild sinni.