Öll fasteignafélögin þrjú sem skráð eru á Aðalmarkað Kauphallarinnar, þau Reginn, Reitir og Eik, fá góða lánshæfiseinkunn samkvæmt nýju mati ALM Verðbréfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá matsfyrirtækinu.

Þar kemur fram að lánshæfiseinkunn félaganna liggi á bilinu A- til A+, en fyrirtækið metur öll helstu verðbréf á íslenska markaðnum og er lánshæfiseinkunn fasteignafélaganna með hæsta móti.

„Ekkert annað félag fær hærri einkunn en A+ líkt og eitt af þessum fasteignafélögum. Endurspeglar það sterkt eignasafn og góða dreifingu leigutaka, hátt eiginfjárhlutfall og hagstæðar kennitölur skv. ársreikning 2014,“ segir í tilkynningunni.