Stefano M. Stoppani forstjóri Creditinfo segir fyrirtækið vilja gera fólki kleyft að flytja lánshæfismat sitt á milli landa. Stefnir félagið að því að nota svokallaða „blockchain“ tækni, sem er stafrænn kóði sem geymir upplýsingar, til þess. Hann segir félagið í einstakri stöðu til að þróa slíka lausn að því er Morgunblaðið greinir frá.

„Við höfum þau forréttindi að starfa í 28 löndum og getum tengt þessa punkta saman,“ segir Stoppani, en Alexander Novoselov, þróunarstjóri félagsins segir lausnina hjálpa til við að taka gott lánshæfismat með sér milli landa. „Með því að vista það á blockchain getur hann veitt bankastofnun aðgang að lánshæfismatinu.“