Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfismat Kýpur úr BB+ í BB með neikvæðum horfum. Er því lánshæfið áfram í ruslflokki, tveimur flokkum frá fjárfestingarflokki.

Eyjan er í viðræðum við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um neyðaraðstoð vegna þessa. Áætlað er að pakkinn sé um 11 milljarðar evra að stærð, sem er um 60% af þjóðarframleiðslu landsins.

Kýpur þarf um þrjá milljarða evra til að veita bönkum landsins neyðaraðstoð vegna náinna tengsla við gríska bankakerfið.