Matsfyrirtækið Moody‘s lækkaði lánshæfiseinkunn Nokia niður í ruslflokk. Lækkunina má rekja til þess að hlutabréf Nokia lækkuðu um 18% á fimmtudaginn eftir að fyrirtækið tilkynnti um uppsagnir og lokun verksmiðja fyrir lok 2013. Þessar aðgerðir eiga að spara fyrirtækinu um 2 milljörðum dollara.

Moody‘s metur horfur fyrirtækisins neikvæðar og eru því líkur á því að lánshæfið mun lækka enn frekar.