Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Spánar um einn flokk, úr Aa1 í Aa2, vegna áhyggna þess efnis að endurfjármögnunarkostnaður bankakerfis landsins verði meiri en spænsk stjórnvöld hafa gert ráð fyrir. Í tilkynningu frá Moody's, sem Bloomberg vitnar í segir að kostnaður við endurskipulagningu bankakerfisins verði nær 40-50 milljörðum evra en þeim 20 milljörðum sem stjórnvöld hafa gert ráð fyrir.

Samtímis er áhætta í spænskum ríkisfjármálum í hærri kantinum að sögn Moody's og eru horfur einkunnarinnar því neikvæðar.

Spánarbanki mun í dag tilkynna hversu langt undir löglegu eiginfjárhlutfalli spænskir bankar eru.