Lánshæfi Suður-Afríku hefur nú verið fært í ruslflokk af matsfyrirtækinu S&P Global.

Pólitískar hreyfingar hafa mikil áhrif á þessa matsbreytingu, en nýr fjármálaráðherra Suður-Afríku, Malusi Gigaba, hefur talað fyrir róttækum umbyltingum.

Gigaba sagði til að mynda í nýlegu viðtali við BBC að ríkissjóður landsins hafi í of langan tíma verið starftækur fyrir einkahagsmuni og alþjóðlega fjárfesta.

Landið hafði áður verið í BBB- en er nú í BB+ flokki. Skuldabréf ríkisins teljast því til afar áhættusamra fjárfestinga.

Næstkomandi föstudag mun Moody's svo birta sitt lánshæfismat.