Vaxtafundur Seðlabanka Íslands
Vaxtafundur Seðlabanka Íslands
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Matsfyrirtækið Moody‘s hefur gefið út árlega matsskýrslu fyrirtækisins um Ísland. Moody's breytir ekki lánshæfi Íslands og stendur það enn í Baa3. Horfur verða áfram neikvæðar. Skýrslan er gefin út í kjölfar reglulegrar heimsóknar sérfræðinga Moody´s til landsins og felur ekki í sér breytingu á lánshæfismati.

Í skýrslunni segir að Ísland hafi náð verulegum árangri í að koma hagkerfi, fjármálakerfi og ríkisfjármálum í betri farveg og nú mælist hagvöxtur á ný. Þá er búist við að efnahagsbati Íslands verði hóflegur og velti einkum á útflutningi og fjárfestingu. Ekki er búist við minnkandi óvissu. Stærsti óvissuþátturinn snýr að fjárfestingum vegna þess hve hægt hafi gengið að endurskipuleggja skuldir fyrirtækja og erfiðleika við fjármögnun vegna gjaldeyrishaftanna.

Þá kemur fram að styrkur stofnanna á Íslands sé talinn mikill og að íslensk stjórnvöld hafi getu og vilja til að standa við fjárhagslegar skuldbindingar sínar. Moody's segir Icesave deiluna ekki vera eins mikla ógn fyrir ríkisfjármálin og áður var talið.