Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfiseinkunn ítalska ríkisins úr BBB+ í BBB. Í frétt BBC segir að áframhaldandi veikleiki ítalska hagkerfisins sé stærsta ástæða lækkunarinnar.

Ítalska hagkerfið, það þriðja stærsta á evrusvæðinu, hefur verið í kreppu frá miðju ári 2011 og atvinnuleysi er nú ríflega 12%. S&P spáir því að landsframleiðsla Ítalíu muni dragast saman um 1,9% á þessu ári, sem er mun svartsýnni spá en sú sem kom á undan.

Fyrirtækið segir að skortur á umbótum skýri að hluta þessa slæmu efnaghagslegu frammistöðu landsins, en einnig það hve vinnumarkaðurinn eigi erfitt með að aðlagast breyttum aðstæðum.