Matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefur nú lækkað lánshæfiseinkunn 15 ítalskra banka. UniCredit, Intesa Sanpaolo og Mediobanca standa þó í stað en þetta eru stærstu bankarnir þar í landi. Þessi ákvörðun var tekin vegna lánsfjárhættunnar sem Ítalir þurfa að kljást við. Þetta kemur fram á Mbl.is.