Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur hækkað lánshæfismat Orkuveitu Reykjavíkur úr BB- í BB. Horfur eru áfram metnar stöðugar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningur frá OR.

Skýringarnar á hækkaðri einkunn Fitch eru í fyrsta lagi góður árangur í rekstri fyrirtækisins og í öðru lagi hagstæð þróun í umhverfi þess. Matsfyrirtækið lítur til lækkaðra skulda en einnig frammistöðu OR við að framfylgja áætlun, þar sem árangur hefur verið umfram markmið. Þeir ytri þættir sem áhrif hafa á bætta einkunn er bætt efnahagsástand á Íslandi og sterkt gengi krónunnar, sem kemur OR til góða.

Þau atriði sem Fitch tiltekur að ráði stöðugum horfum í lánshæfi OR er traust lagaumgjörð rekstursins en á móti komi markaðsáhætta og að ennþá séu skuldir OR talsverðar.

Í tilkynningunni er haft eftir Ingvari Stefánssyni, framkvæmdastjóri fjármála OR að það sé ánægjulegt að sjá þessa viðurkenningu á því að vel gangi. Reksturinn sé í góðu horfi og hagstæð ytri skilyrði skili sér í bættri fjárhagsstöðu. Um áramótin, þegar félagið lækkuði verð á hluta veituþjónustunnar, hafi viðskiptavinir farið að njóta ábata af bættri stöðu OR og dótturfyrirtækjanna.