Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard og Poor‘s tilkynnti í dag um hækkun á lánshæfiseinkunn fyrir langtímaskuldbindingar Ríkissjóðs Íslands úr BBB í BBB+. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var í dag, en hana má lesa hér.

Í tilkynningunni segir að ákvörðun um hækkunina hafi fyrst og fremst tekið mið af árangri stjórnvalda við lausn vandamála sem staðið hafa í vegi fyrir losun fjármagnshafta. S&P gerir einng ráð fyrir því að skuldir ríkissjóðs og vaxtagreiðslur lækki á næstu fjórum árum.

Fari svo að afnám hafta raski ekki fjármálastöðugleika eða viðskiptajöfnuði um og er möguleiki á því að matsfyrirtækið hækki einkunn ríkissjóðs enn frekar.

Að sama leyti gæti orðið lækkun á lánshæfismati S&P ef launahækkanir valda óstöðugleika, ef lækkun gjaldeyrisforða leiðir til erfiðleika varðandi gengi krónunnar, eða ef losun hafta tefst um langan tíma.