Matsfyrirtækið Moody‘s hefur lækkað lánshæfiseinkunn sex þýskra banka og tveggja austurrískra. Einn af stærstu bönkum Þýskalands, Commerzbank, er meðal þeirra banka sem voru lækkaðir í mati og hefur hann nú einkunnina A2. Moody´s frestuðu ákvörðun um lánshæfiseinkunn Deutsche Banka, stærsta banka Þjóðverja. Í Austurríki lækkaði lánshæfiseinkunn tveggja stærstu banka landsins.

Moody´s segja ástæðu lækkunar vera vaxandi hættu á sviptingum í Evrópu sem enn gæti aukið á vanda evrusvæðisins. Í Þýskalandi hafa tíðindin verið túlkuð sem svo að Moody´s telji vanda Suður-Evrópuríkjanna auðveldlega geta smitað önnur, betur stæð, evrulönd.