Lánshæfiseinkunnir Íslands gætu hækkað vegna ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Hann gaf í skyn að hann muni líklega samþykkja nýjan Icesave-samning. Þetta kemur fram á vef Bloomberg.

Í svari við fyrirspurn Bloomberg um möguleg áhrif samþykktar samningsins segir sérfræðingur hjá Moody's matsfyrirtæki í London að samkomulag hefði jákvæð áhrif á einkunn Íslands. Einkunn Moody's í dag á lánshæfi Íslands er sú lægsta sem Moody's gefur. Þá hefur Fitch flokkað skuldabréf Íslands í ruslflokki síðan í janúar á síðasta ári, eftir að Ólafur Ragnar synjaði fyrri Icesave-samning. Moody's, Fitch og Standard & Poor's segja öll að áhrif samþykktar hefðu jákvæð áhrif á lánshæfiseinkunn.

Vísað er í ummæli Ólafs Ragnars frá 28. janúar sl. þegar hann sagði í viðtali við Bloomberg að nýi Icesave-samningurinn sé „vissulega mun betri samningur“.

Í svari Moody's við fyrirspurn Bloomberg kemur fram að Icesave sé ekki eini þátturinn sem hafi áhrif á lánshæfiseinkunn Íslands. Einnig sé litið til afnám gjaldeyrishafta og hagvaxtarhorfur til skamms- og meðalllangs tíma.