Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch greindi frá því í gær að það hefði lækkað lánshæfismatið á Bretlandi um einn flokk.  Bretland var í efsta flokki en hefur nú verið lækkað úr AAA í AA+. Ein helsta ástæðan er sögð vera sú að útlit er fyrir að skuldir ríkisins muni nema 101% af landsframleiðslu áður en hægt verður að lækka þær aftur.

Fitch fylgir með þessu í fótspor lánshæfismatsfyrirtækisins Moody´s sem lækkaði einkunn Breta í febrúar úr AAA í Aa1.