Matsfyrirtækið Moody's hefur staðfest lánshæfismat Færeyja í flokki Aa3. Er það fjórði besti flokkurinn sem völ er á hjá fyrirtækinu.

Segir þó í tilkynningu frá Moody's að horfur séu neikvæðar og gæti því lækkað einkunnina síðar. Kemur fram að helstu áskoranir Færeyinga séu auknar skuldir þjóðarbúsins undanfarin ár og hversu háðir þeir eru sjávarútvegi. Einnig sé halli á fjárlögum landsins, en áætlanir bendi þó til að afgangur verði árið 2016.